Á námskeiðinu er farið í flóknari hluta Word forritsins og nemendum kennt hvernig láta megi forritið vinna fyrir sig og einfalda þannig verklag. Áhersla er lögð á tengingu við önnur forrit og sjálfvirkni við vinnu. Við lok námskeiðsins eiga nemendur að vera færir um að setja upp stór skjöl  s.s. skýrslur og lokaritgerðir og geta fylgt eftir reglum og fyrirmælum sem nauðsynleg eru að gera áður en skjöl eru send til prentunar og úrvinnslu. 

Word II framhaldsnámskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðinu Tölvur og tölvunotkun eða eru vanir tölvunotendur. Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur fá í upphafi sendar kennsluhefti og leiðbeiningar en fá síðan reglulega send námsgögn á meðan námskeiði stendur þ.m.t.kennslumyndbönd.

Nemendur hafa stuðning frá kennara í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn 10-20 alla virka daga.

Lengd: Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi auk þess sem nemendur fá ríflegan stuðningstíma eftir að námskeiðinu lýkur. Námið er 26 stundir. 

Athugið að í upphafi er 1 vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. 

Forkröfur: Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Tölvur og tölvunotkun (grunnnáminu) og/eða hafi góða reynsla af notkun Word og Windows stýrikerfisins.

Kennari:  Bjartmar Þór Hulduson    

Áhersluatriði: 

 • Sérstilla og búa til hnappastikur eftir þörfum
 • Setja inn athugasemdir og hugmyndir í Word skjöl
 • Tengja Word við hina ýmsu gagnagrunna til tengiprentunar
 • Gera dreifibréf og auglýsingar sem styðjast við utanaðkomandi gögn
 • Að flytja inn í Word gögn, s.s. úr Excel og PowerPoint.
 • Stilla öryggisatriði tengdum Word skjölum
 • Flokkun og úrvinnsla gagna í Word
 • Nota teiknistikuna og útlitsmóta viðföng búin til með henni
 • Leita, finna og útlitsmóta texta/hluta af texta
 • Setja inn, laga og eyða sjálfvirkri ritun orða og setninga
 • Laga, breyta og eyða innihaldi og útliti í töflum
 • Nota töflur til umbrots
 • Setja snið á texta, eyða því og lagfæra
 • Setja inn sjálfvirka ritun efnisyfirlits
 • Setja inn sjálfvirka ritun atriðisorðaskrár og myndaskrár
 • Setja inn bókamerki
 • Vinna með neðanmálsgreinar

Námsmat:

Námsmat byggir á skilaverkefnum og sí-mati.

Skilmálar: DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Tölvuskólann / ORB Miðlun ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi og kaup (inneign) gilda í 1 ár. Nemandi getur meldað sig til leiks hvenær sem er innan 12 mánaða frá kaupum. Námskeið eru ekki endurgreidd eftir upphafsdag. Um alla framkvæmd námskeiða er visað á námskeiðslýsingu hvers námskeiðs.
Með því að ýta á hnappinn samþykkir þú skilmálana.

 

 

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.