Námslýsing
Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleyft að smíða góða heimasíðu frá grunni.  Notandi þarf ekki að setja nein kerfi upp & engin þekking á forritun eða heimasíðugerð þarf til.  Kerfi Wix sem við kennum á er afar öflugt og gerir venjulegum notendum mögulegt að hanna og vinna með öfluga vefsíðu án þess að hafa djúpa tæknilega þekkingu.  Á námskeiðinu smíðum við góða heimasíðu sem inniheldur texta, myndir, myndagallerí, blogg eða fréttasíðu, myndbönd, form til að safna upplýsingum, skráningarform, póstlistasöfnun og margt fleira.

Markmið
Að loknu námskeiði sé nemandi fullfær um að smíða öfluga heimasíðu frá grunni.

Lengd
Námið er 24 stundir og er skipt niður í 3 kennsluvikur.
Verkefnum námskeiðsins er dreift yfir 3 vikur en nemendur ráða á hvaða hraða þau eru leyst & aðangur er opin í 12 mánuði.

Engar forkröfur eru gerðar í námið.

Kennsluaðferð
Námið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum vefpóst og þjónustusíma sem er opinn kl. 10.00-20.00 alla virka daga.

Námsmat:
Verkefnaskil

Áhersluatriði
- Grunnur vefgerðar - skipulagning. 
- Útlitshönnun vefsíðu. 
- Uppsetning á einstökum einingum eins og myndagallerí. 
- Tenging á léni við vefinn.  (.is eða .com lén)

Skilmálar: DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Tölvuskólann / ORB Miðlun ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi og kaup (inneign) gilda í 1 ár. Nemandi getur meldað sig til leiks hvenær sem er innan 12 mánaða frá kaupum. Námskeið eru ekki endurgreidd eftir upphafsdag. Um alla framkvæmd námskeiða er visað á námskeiðslýsingu hvers námskeiðs.
Með því að ýta á hnappinn samþykkir þú skilmálana.

 

 

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.