Námskeiðið Myndvinnsla hentar öllum sem vilja vinna með stafrænar myndir, hvort sem er í heimilistölvunni eða í faglegum tilgangi. Námið fer fram með sams konar hætti og önnur námskeið okkar í tölvunotkun, það er í fjarkennslu þar sem nemendur fá send námsgögn í pósti (kennslubækur) & í gegnum netið (kennslumyndbönd og ítarefni). Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum þjónustusíma sem er opinn 10-20 virka daga. 

Verð & Skráning

Markmið: Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði myndvinnslu.  Farið verður yfir helstu myndvinnslutól, skanna og stafrænar myndavélar og notkunarmöguleika þeirra.  Farið verður í praktíska hluti við uppbyggingu mynda eins og stærð, upplausn og þjöppun ásamt umfjöllun um litakerfi og ljósmyndaprentun. Kynnt verða algeng myndvinnsluforrit og hvernig hægt er að breyta og betrumbæta myndir.

Lengd: Námskeiðið stendur yfir í  4 vikur í fjarnámi auk þess sem nemendur fá þriggja vikna stuðningstíma eftir að námskeiðinu lýkur. Námið er 24 stundir. 

Athugið að í upphafi er 1 vika notuð í  innskráningu í Netskólakerfið & undirbúning en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. 

Forkröfur: Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Tölvur og tölvunotkun og/eða hafi haldbæra reynslu af tölvunotkun. 

Kennari: Bjartmar Þór Hulduson

Áhersluatriði

  • Myndvinnsla fyrir ólíka miðla
  • Stafrænar myndavélar
  • Allt um stafrænar myndir
  • Prentun í ljósmyndagæðum
  • Myndvinnsluforrit (Algengustu verkfæri vinsælustu forritana )
  • Grafík og myndir fyrir vefinn / heimasíðuna
  • Að vinna með ljósmyndir – brögð og brellur
  • Lagfæringar, litajöfnun og breytingar á myndum
  • Síur og lög
  • Um skráargerðir og litafræði

Námsmat:

Námsmat byggir á skilaverkefnum og sí-mati.

Kennari: Bjartmar Þór Hulduson

Onlain free bet offers here.