Frábært námskeið fyrir alla sem vilja taka sín fyrstu skref í Photoshop. Þú ferð í gegnum 10 verkefni með okkar hjálp þar sem þú lærir á lykil verkfæri í Photoshop. Þetta námskeið er byggt á spennandi verkefnavinnu sem aftur er mótuð á því sem byrjendur vilja helst læra í Photoshop.

Áhersluatriði

  • Hreinsa út bletti og bólur af andlitsmyndum
  • Fjarlægja fólk eða hluti af myndum
  • Færa fólk eða hluti til innan myndar
  • Lagfæringar, litajöfnun og breytingar á myndum
  • Síur og lög
  • Breyta bakgrunni mynda
  • Myndvinnsla fyrir ólíka miðla
  • Stafrænar myndavélar
  • Allt um stafrænar myndir
  • Prentun í ljósmyndagæðum

Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. 

Nemendur hafa stuðning frá kennara í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn 10-20 alla virka daga.

Upphaf: Námskeiðið fer af stað á hverjum þriðjudegi.  

Lengd: Námið er 24 stundir, en nemendur hafa fullan aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði frá innritun.

Forkröfur: Æskilegt er að nemendur hafi a.m.k. lítillega reynslu af almennri tölvuleikni.

Námsmat:  Námsmat byggir á skilaverkefnum og sí-mati.

Skilmálar: DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Tölvuskólann / ORB Miðlun ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi og kaup (inneign) gilda í 1 ár. Nemandi getur meldað sig til leiks hvenær sem er innan 12 mánaða frá kaupum. Námskeið eru ekki endurgreidd eftir upphafsdag. Um alla framkvæmd námskeiða er visað á námskeiðslýsingu hvers námskeiðs.
Með því að ýta á hnappinn samþykkir þú skilmálana.

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.