Outlook er fjölþætt samskiptaforrit. Outlook er þægilegt í notkun en möguleikarnir mun fleiri en flestir notendur gera sér grein fyrir. Forritið  sameinar kosti ýmissa annarra forrita  og býr einnig yfir nokkrum nýjungum. Outlook er sérlega hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag og samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.

Markmið námskeiðs:  Að loknu námskeiði á þátttakandinn að vera fær um að nota Outlook til utanumhalds um verkefni sín,tímaskráningar og skipulag auk þess að vera orðinn mjög fær tölvupóstnotandi.  

Skipulag námsins: Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi en auk þess  nemendur ríflegan stuðningstíma eftir að námskeiðinu lýkur.

Athugið að í upphafi er 1 vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir. 

Forkröfur: Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Tölvur og tölvunotkun (grunnnáminu) og/eða hafi góða almenna reynslu í tölvunotkun. 

Kennsluaðferð: Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við.  Nemendur fá í upphafi sendar kennslubækur og leiðbeiningar en fá síðan reglulega send námsgögn á meðan námskeiði stendur þ.m.t. kennslumyndbönd. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma sem er opinn 10-20 virka daga.

Meðal námsefnis:

  • Halda dagbók, bóka fundi og sinna tímastjórnun
  • Almenn skjalstjórnun
  • Geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti við þá.
  • Auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum
  • Skrifa á minnismiða, geyma þá og flokka
  • Halda ferilskrá yfir vinnu í tölvunni eða þá sem tengist völdum tengiliðum
  • Senda og taka á móti – flokka og vinna með tölvupóst.

Námsmat: 

Námsmat er byggt á skemmtilegum skilaverkefnum og sí-mati.

Skilmálar: DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Tölvuskólann / ORB Miðlun ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi og kaup (inneign) gilda í 1 ár. Nemandi getur meldað sig til leiks hvenær sem er innan 12 mánaða frá kaupum. Námskeið eru ekki endurgreidd eftir upphafsdag. Um alla framkvæmd námskeiða er visað á námskeiðslýsingu hvers námskeiðs.
Með því að ýta á hnappinn samþykkir þú skilmálana.

 

 

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.