Þetta námskeið er sniðið að þörfum þeirra þurfa að ná tökum á hinu nýja viðmóti WORD & EXCEL.  Töluverð breyting hefur orðið á viðmóti þessa vinsælu forrita & á þessu grunnámskeiði förum við ítarlega yfir allt sem nemandinn þarf að hafa á hreinu til að teljast öruggur notandi.

Kennt er á  Office 2013 & 2010

Námskeiðið er kennt í formi fjarnáms og hefur hlotið einstaklega góðar undirtektir.
Þetta er 5 vikna tölvunámskeið og eru engar forkröfur á þekkingu gerðar, enginn sérútbúnaður í tölvu, en æskilegt er að vera með góða nettengingu (ADSL - Ljósleiðara eða sambærilegt) þó svo það sé ekki skilyrði. Námið fer þannig fram að nemendur fá kennslubækur sendar í pósti og sækja einnig eftir leiðsögn kennslumyndbönd og kennslugögn af Netinu.

Auk þess er nemendum fylgt eftir símleiðis og þeir hafa aðgang að þjónustusíma sem er opinn 10-20 virka daga.

Afar vinsælt námskeið. Hentar bæði þeimsem lítið sem ekkert kunna &og vilja læra allt frá byrjun og hinum sem vilja rifja upp grunnin og styrkja sig.

Hér fyrir neðan er ítarleg lýsing á efnisþáttum námskeiðsins.

Ritvinnsla Word
Útskýrt er hvernighægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni. Byrjað er að kynna grunnþætti ritvinnslu eins og hvernig hægt er að móta texta, setja inn myndir og aðlaga þær að texta. Unnið með frumskjöl (templates), töflur og myndrit. Fjallað er um vefsíðugerð með Word og hvernig hægt er að tengja saman ritvinnsluskjal og gagnaveitu til að útbúa persónulega fjöldasendingu (Mail merge).

Meðalefnis

 • ræsa ritvinnsluforritið.
 • opna skjal sem þegar er til.
 • rita texta.
 • bæta inn texta.
 • eyða texta.
 • vista skjal.
 • nota þær aðgerðir sem eru í algengu ritvinnsluforriti:
 • færa til texta í skjali
 • afrita texta í skjali eða úr einu skjali í annað
 • setja orð í stað annarra.
 • breyta útliti texta:
 • skáletra texta
 • feitletra texta
 • miðja og undirstrika texta
 • breyta leturgerð
 • breyta línubili
 • jafna texta.
 • prenta út skjal eða hluta úr skjali.
 • setja inn síðuhaus eða síðufót.
 • setja inn sjálfvirka ritun blaðsíðutals.
 • breyta sjálfvirkri ritun blaðsíðutals.
 • draga inn texta.
 • tengiprenta gagnaskrá og skjal.
 • flytja inn töflur og gröf.
 • mynda töflu í skjali.
 • nota dálkhnappinn.
 • nota hjálpina.


Töflureiknir Excel
Útskýrt er hvernig töflureiknirinn Microsoft Excel getur nýst við útreikninga og áætlanagerð. Unnið er með útreikninga eins og prósentureikning og að reikna út meðaltal. Einnig eru gögn flutt inn í Excel af vefnum og úr Excel inn í önnur Office forrit.

Meðal efnis

 • opna töflureiknisskjal, breyta því, bæta við línum og reikna ný gildi.
 • setja inn línur og dálka - mynda nýja línu eða dálk á tilteknum stað.
 • búa til töflureiknisskjal og rita inn gögn:
  • tölur
  • texta
  • formúlur
 • forsníða reiti, hvað varðar t.d. fjölda aukastafa, skilmerki, gjaldmiðil o.fl.
 • stilla dálkabreidd og forsníða dálka og línur.
 • raða í töflureiknisskjalinu.
 • nota grunnaðgerðir í töflureikni, t.d .:
  • summa
  • meðaltal
  • hæsta gildi (Max)
  • lægsta gildi (Min)
 • prenta og vista töflureiknisskjal.
 • setja inn síðuhaus og síðufót.
 • nota hjálpina.
 • nota beinar og afstæðar reitatilvísanir í formúlum. (Extra)
 • mynda gröf og töflur á grundvelli gagna í töflureikninum.
 • prenta út gröf með titlum og texta.
 • flytja gögn milli töflureiknisskjala.

Námsmat:
Námsmat byggir á skilaverkefnum og sí-mati.

Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur fá í upphafi sendar kennsluhefti og leiðbeiningar en fá síðan reglulega send námsgögn á meðan námskeiði stendur þ.m.t.kennslumyndbönd.

Nemendur hafa stuðning frá kennara í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn 10-20 alla virka daga.

Lengd: Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur í fjarnámi auk þess sem nemendur fá ríflegan stuðningstíma eftir að námskeiðinu lýkur. Námið er 26 stundir.

Athugið að í upphafi er 1 vika notuð til undirbúnings en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir.
Forkröfur: Æskilegt er að nemendur hafi a.m.k. lítillega reynslu af almennri tölvuleikni.
Kennari: Bjartmar Þór Hulduson

Hægt er að velja milli kennslu á OFFICE 2007 - 2010 eða 2013.

 

Onlain free bet offers here.