Námslýsing
Hugarkort er öflugt verkfæri sem hægt er að nota til að auka færni í starfi og námi. Þau gefa okkur nýja leið til að greina og meta einföld sem flókin viðfangsefni bæði til að þróa nýjar hugmyndir og festa efni betur í minni og mynda nýjan skilning á viðfangsefninu. Með hugarkortum er hægt að skipuleggja hugsun og þekkingu á praktískan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Hugarkort eru einnig mikið notuð sem ,,glósutækni" og í dag er gerð hugarkorta kennd við flesta háskóla á Íslandi til stuðnings við lærdóm og sköpun. Á námskeiðinu kennum við annars vegar aðferðafræði Hugarkorta og hins vegar praktíska nýtingu þeirra með notkun á (ókeypis) hugbúnaði til hugarkortagerðar.

Markmið
Að loknu námskeið á þátttakandi að vera fær um að nýta sér leikni við gerð hugarkorta og geta notað þau við dagsins önn við starf, nám eða leik.

Lengd
Námið er 24 stundir og er skipt niður í 3 kennsluvikur.
Verkefnum námskeiðsins er dreift yfir 3 vikur en nemendur ráða á hvaða hraða þau eru leyst, því aðgangur er opinn allt skólaárið.

Engar forkröfur eru gerðar í námið.

Kennsluaðferð
Námið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum vefpóst og þjónustusíma sem er opinn kl. 10.00-20.00 alla virka daga.

Námsmat:
Verkefnaskil

Áhersluatriði
- Almennt um gerð og sögu hugarkorta
- Gerð hugarkorta, hagnýt verkefni
- Ókeypis öflugur hugbúnaður fyrir hugarkortagerð
- MindManager / Xmind

 Skilmálar: DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Tölvuskólann / ORB Miðlun ehf og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Námskeið hefjast á hverjum þriðjudegi og kaup (inneign) gilda í 1 ár. Nemandi getur meldað sig til leiks hvenær sem er innan 12 mánaða frá kaupum. Námskeið eru ekki endurgreidd eftir upphafsdag. Um alla framkvæmd námskeiða er visað á námskeiðslýsingu hvers námskeiðs.  Með því að ýta á hnappinn samþykkir þú skilmálana.

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.