Vandað alhliða tölvunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið er 84 kennslustundir - í fjarnámi.

Tölvur & tölvunotkun – samantekt.
Námskeiðið er kennt í formi fjarkennslu og netnámskeiðs og hefur hlotið einstaklega góðar undirtektir.
Þetta er 8 vikna tölvunámskeið sem er alfarið í fjarnámi.  Nemendur fá ríflegan tíma eftir námskeið til að ljúka verkefnaskilum og hafa aðgang að kennsluefninu í 24 mánuði frá upphafi námskeiðs.  Engar forkröfur á þekkingu, enginn sérútbúnaður í tölvu.
Auk þess hafa nemendur aðgang að þjónustusíma sem er opinn 10-20 virka daga.

Á þessu námskeiði tökum við fyrir Tölvuleikni (Windows Stýrikerfið), Ritvinnslu (Word), Töflureikni (Excel) & svo Internetið og Upplýsingatækni.
Námskeiðið hefur verið uppfært fyrir Windows 8.1 & Office 2013 en einnig eru eldri útgáfur í boði.

Kennari: Bjartmar Þór Heydal Hulduson

Athugið að upptalning á efnistökum námsgreina hér að neðan er alls ekki tæmandi. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband og fá frekari upplýsingar ( s: 7888805 )
Athugið að í upphafi er 1 vika notuð í innskráningu í Netskólakerfið & undirbúning en kennsla hefst í upphafi næstu viku á eftir.

Námsgreinarnar eru:

 • Tölvuleikni (Tölvufærni / Stýrikerfið Windows)
 • Ritvinnsla (MS Word)
 • Töflureiknir (MS Excel)
 • Internetið og tölvupóstur
 • Upplýsingatækni

Stuttleg samantekt um einstök efnistök námsgreina

Tölvuleikni: Windows Stýrikerfið
Í fyrsta hluta er fjallað um viðmót og virkni Windows stýrikerfisins, námið byggist að mestu upp af hagnýtum verkefnum og æfingaverkefnum. Kennt er að nota músina og valmyndir, útskýrt hvernig gluggar eru meðhöndlaðir og hlutverk myndræns notendaviðmóts. Einnig er útskýrt hvernig hægt er að sníða umhverfið að eigin þörfum. Einnig eru verkefni sem tengjast skráarvinnslu; hvernig möppur eru myndaðar, hvernig skipt er um nafn á þeim, hvernig þeim er raðað eftir mismunandi forsendum o.s.frv Unnið er með einföld forrit, skrár myndaðar, vistaðar, færðar úr einni möppu í aðra, þeim eytt og síðan útskýrt hvernig hægt er að endurheimta skrár sem hefur verið eytt.

Meðal efnis:

 • ræsa tölvuna.
 • mynda möppu (efnisskrá) og möppu í möppuna, svo og hafa skilning á uppbyggingu skráakerfis.
 • færa og afrita skrár.
 • eyða skrá úr einni eða fleiri möppum.
 • mynda skrá með því að nota ritfærsluforrit, og vista hana í möppu. Ritfærsluforritið getur verið ritvinnsluforrit eða einfalt ritfærsluforrit.
 • breyta heitum skráa.
 • athuga innihald möppu, kunna að átta sig á fjölda skráa í möppunni, svo og stærð skráa og dagsetningu þegar skrá var mynduð eða henni síðast breytt.
 • taka öryggisafrit af gögnum - afrita skrár
 • velja milli fleiri uppsettra prentara.
 • prenta út á uppsettum prentara.
 • fara rétt að því að slökkva á tölvunni.

Ritvinnsla Word
Útskýrt er hvernig hægt er að nota ritvinnsluforritið Microsoft Word til að leysa margvísleg verkefni. Byrjað er að kynna grunnþætti ritvinnslu eins og hvernig hægt er að móta texta, setja inn myndir og aðlaga þær að texta. Unnið með frumskjöl (templates), töflur og myndrit. Fjallað er um vefsíðugerð með Word og hvernig hægt er að tengja saman ritvinnsluskjal og gagnaveitu til að útbúa persónulega fjöldasendingu (Mail merge).

Meðal efnis

 • ræsa ritvinnsluforritið.
 • opna skjal sem þegar er til.
 • rita texta.
 • bæta inn texta.
 • eyða texta.
 • vista skjal.
 • nota þær aðgerðir sem eru í algengu ritvinnsluforriti:
 • færa til texta í skjali
 • afrita texta í skjali eða úr einu skjali í annað
 • setja orð í stað annarra.
 • breyta útliti texta:
 • skáletra texta
 • feitletra texta
 • miðja og undirstrika texta
 • breyta leturgerð
 • breyta línubili
 • jafna texta.
 • prenta út skjal eða hluta úr skjali.
 • setja inn síðuhaus eða síðufót.
 • setja inn sjálfvirka ritun blaðsíðutals.
 • breyta sjálfvirkri ritun blaðsíðutals.
 • draga inn texta.
 • tengiprenta gagnaskrá og skjal.
 • flytja inn töflur og gröf.
 • mynda töflu í skjali.
 • nota dálkhnappinn.
 • nota sniðskjöl.

Töflureiknir Excel
Útskýrt er hvernig töflureiknirinn Microsoft Excel getur nýst við útreikninga og áætlanagerð. Unnið er með útreikninga eins og prósentureikning og að reikna út meðaltal. Búin eru til myndrit sem byggja á töflureiknis-gögnum.  Einnig eru gögn flutt inn í Excel af vefnum og úr Excel inn í önnur Office forrit.

Meðal efnis

 • opna töflureiknisskjal, breyta því, bæta við línum og reikna ný gildi.
 • setja inn línur og dálka - mynda nýja línu eða dálk á tilteknum stað.
 • búa til töflureiknisskjal og rita inn gögn:
 • tölur
 • texta
 • formúlur.
 • forsníða reiti, hvað varðar t.d. fjölda aukastafa, skilmerki, gjaldmiðil o.fl.
 • stilla dálkabreidd og forsníða dálka og línur.
 • raða í töflureiknisskjalinu.
 • nota grunnaðgerðir í töflureikni, t.d .:
 • summa
 • meðaltal.
 • prenta og vista töflureiknisskjal.
 • setja inn síðuhaus og síðufót.
 • nota hjálpina.
 • nota beinar og afstæðar reitatilvísanir í formúlum. (Extra)
 • mynda gröf og töflur á grundvelli gagna í töflureikninum.
 • prenta út gröf með titlum og texta.
 • flytja gögn milli töflureiknisskjala.

Internetið & Tölvupóstur
Bókin skiptist í fimm hluta. Í þeim fyrsta eru verkefni tengd vefskoðun. Útskýrt er hvernig vafri vinnur og hvernig leitarvélar eru notaðar til að finna áhugavert efni. Vefpóstur er kynntur og hvernig hægt er að afrita myndir og texta af netinu. Einnig er kynnt hvernig hægt er að sækja forrit á netið. Í hluta 2 eru nokkrir gagnlegir og áhugaverðir vefir kynntir. Í þriðja hlutanum er útskýrt hvernig upplýsingar eru skráðar á netinu og unnin verkefni. Í síðasta hlutanum er fjallað um tölvupóst og unnin verkefni.

Upplýsingatækni
Kennsluefnið skiptist í sex hluta þar sem grundvallarhugtök upplýsingatækni eru kynnt, fjallað er um þætti eins og tölvunotkun, upplýsingasamfélagið, Internetið, að hverju skuli huga áður en tölva er keypt auk atriða eins og gagnavernd og vinnustellinga við tölvu. Í lok hvers hluta eru spurningar auk þess sem bent er á áhugaverðar síður á Internetinu sem tengjast viðfangsefnunum.
Grundvallarhugtökin:

 • þekkja einstaka hluta tölvunnar.
 • skilja hvað felst í stýrikerfi.
 • skilja vinnsluna í tölvuforriti.
 • skilja hugmyndina að baki minni og vistun gagna.
 • skilja tengslin mill bita, bæta, svæða, færslna, skjala og skráa.
 • vita hvernig staðið er að þróun tölvukerfis.
 • skilja hvað er grafískt notendaviðmót.
 • skilja hvað er margmiðlun.

Extra
Extra er hugsaður sem nokkurskonar bónus fyrir nemendur – allir nemendur geta sent inn fyrirspurnir / tillögur um efnistök og við veljum út áhugavert efni og útbúum mynd-pistla sem allir nemendur hafa aðgang að. Efnistök geta verið úr öllu mögulegu tengt tölvum og upplýsingatækni.

Kennari: Bjartmar Þór Hulduson

Hægt er að velja um námsefni fyrir Windows 8.1 - 7 & eldri.  Office 2013 - 2010 - 2007 og eldri.

Onlain free bet offers here.