Námslýsing
Á þessu skemmtilega námskeiði er farið vítt og breytt í umfjöllum um öflug og ókeypis verkfæri frá Google og fleirum, með áherslu á raunhæfa notkun í starfi, námi og leik. Við skoðum tól eins og Google Sites til vefsíðugerðar, Google Docs, sem inniheldur m.a. ritvinnslu og töflureikni með mörgum áhugaverðum möguleikum sem fyrirfinnast ekki í Word og Excel. Einnig skoðum við Google Calendar til skipulagningar og utanumhalds en það ásamt öðrum verkfærum Google hafa marga einstaka eiginleika við hópvinnu þar sem margir þurfa að skiptast á upplýsingum. Meðal annarra verkfæra sem verða skoðuð eru Google translate, Google Alerts, Google Desktop, Google Groups, Google Apps, Gmail, iGoogle, Google Checkout ásamt fleirum.

Markmið
Að loknu námskeiði á þátttakandi að vera fær um að nýta sér ný skemmtileg og öflug verkfæri í starfi, námi og leik með áherslu á aukin samskipti, betri og hraðari vinnubrögð, samstarf við aðra og færni til að spara tíma og auka utanumhald.

Lengd
Námið er 26 stundir og er skipt niður í 3 kennsluvikur.
Verkefnum námskeiðsins er dreift yfir 3 vikur en nemendur ráða á hvaða hraða þau eru leyst því aðgangur er opinn allt skólaárið.

Forkröfur eru engar

Kennsluaðferð
Námskeiðið fer allt fram í fjarnámi með aðferðum sem allir ráða við. Nemendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum vefpóst og þjónustusíma sem er opinn milli 10.00-20.00 alla virka daga.

Námsmat:
Verkefnaskil

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðið er þér velkomið að hafa samband við kennari(at)nemandi.is

 

Bjartmar Þór Heydal Hulduson


Kennari: Bjartmar Þór Hulduson
Lengd: 24 kst. / Opið í 12 mánuði
Þjónustusími nemenda:  10-20 virka daga
Listaverð: 34.000.kr

Skráning & upplýsingar í sima 788 8805

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.  Stuðningur frá kennara með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.  Mikill sveigjanleiki.  

Hafa samband

Onlain free bet offers here.